05.12.1934
Neðri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2364 í B-deild Alþingistíðinda. (3466)

150. mál, fiskimálanefnd

Frsm. (Finnur Jónsson):

Ég vil leyfa mér að mótmæla því, að mál þetta sé tekið út af dagskrá nú. Þeir, sem hafa haft í hyggju að koma fram með brtt., hafa haft nóg tækifæri til þess, svo þeirra hluta vegna þarf ekki að fresta þessari umr. Þetta er eitt stærsta og þýðingarmesta mál þingsins, sem alls ekki má tefja að nauðsynjalausu. Eins og háttv. þm. Vestm. gat um, þá er komin umsögn um málið frá Útvegsbankanum, og úr því sem komið er, þá sé ég enga ástæðu til þess að bíða lengur eftir svari frá hinum aðilunum, sem frv. var sent til umsagnar, þar sem sá tími, sem þeim var settur til þess að svara, er löngu liðinn.