19.12.1934
Efri deild: 66. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2582 í B-deild Alþingistíðinda. (3481)

80. mál, eftirlit með opinberum rekstri

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Meiri hl. hefir skilað stuttu nál. í þessu máli, en um þriðja nm., hv. 2. þm. Rang., er það að segja, að um afstöðu hans til málsins er ekki vitað, því að hann gat ekki mætt á fundi n., en meiri hl. leggur til, að frv. sé samþ.

Frv. talar sjálft skýru máli um tilgang sinn, og kostnaðurinn, sem af því mundi leiða, er ekki meiri en það, að kostnaður allra n. yrði ekki meiri en stjórnarkostnaður eins ríkisfyrirtækis er nú.

Það er um það deilt, hvort þetta eftirlit sé nauðsynlegt, en eftir því sem ríkisfyrirtækin verða fleiri er ekki óeðlilegt, að það séu ekki forstjórarnir einir, sem standi gagnvart ríkinu, og er nefndunum ætlað að hafa hönd í bagga með ákvörðunum þeirra og um leið nokkurskonar trúnaðarmenn þess ráðh., er stofnunin heyrir undir. Þetta er í stuttu máli efni frv.

Nefndin eða meiri hl. hennar mælir með því, að frv. verði samþ.