28.11.1934
Efri deild: 49. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2606 í B-deild Alþingistíðinda. (3506)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég vil f. h. allshn. mælast til þess, að málið verði tekið út af dagskrá. N. hefir haft málið til meðferðar á undanförnum fundum, og það er útlit fyrir, að samkomulag náist um brtt. við frv., en þær eru þannig vaxnar, að n. telur heppilegra, að þær komi fram við 2. umr., því það er hugsanlegt, þó þær næðu ekki fram að ganga við 2. umr., að hægt væri að víkja svo til, að samkomulag næðist við 3. umr. Ég verð því, af því að n. lítur svo á, að ekki sé tryggt, að brtt. komi aðeins fram við 3. umr., að mælast til þess, að málið verði að þessu sinni tekið út af dagskrá. Forseti tók málið af dagskrá.