17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2639 í B-deild Alþingistíðinda. (3570)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég hefi ekkert við því að segja, þó að ekki verði samþ. afbrigði, svo að málið megi koma fyrir nú. En vegna þeirra ummæla, að reynt hafi verið með öllu móti að fá samkomulag um það, þá vil ég svara því, að þetta er að mestu leyti rangt. Það hefir einmitt verið tekið fram af minni hálfu, að það er ekkert því til fyrirstöðu að ganga þannig frá frv., ef tími vinnst til, að fella niður síðustu gr. þess, um að l. taki þegar gildi, en að gerð verði sú breyt., að 1. gangi ekki í gildi fyrr en 3 til 4 mánuðum eftir áramót. Og í öðru lagi hefi ég ekkert á móti því, að samþ. verði brtt., sem hér er á ferðinni, um það, að embættismenn fari frá störfum á þeim tíma árs, er þeir verða sjötugir, sem hentugast er.