19.12.1934
Neðri deild: 64. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2656 í B-deild Alþingistíðinda. (3583)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Sigurður Kristjánsson:

Ég var ekki alveg viss um, hvert svar hæstv. forseta var áðan. Hvort hans úrskurður var sá, að þeir hefðu ekki heimild til þess að taka til máls, sem höfðu kvatt sér hljóðs. Er það meiningin? (Forseti: Já, eftir áskoruninni er það). Svo vildi ég bæta því við, að þessi úrskurður er gerður samkv. 37. gr. þingskapanna, en hún fyrir býður þetta alveg, því að hún segir það strax í upphafi, að þetta megi gera, ef umr. dragast úr hófi fram. Og það er alveg skýlaus skylda forseta að neita að bera þessa till. upp, þar sem vitað er, að þetta mál var ekki rætt af einum einasta manni við 1. umr. þess og hefir mjög lítið verið rætt ennþá við þessa umr. Ég hefi t. d. aldrei tekið til máls. Ég vil þess vegna bera fram kröfu um það til hæstv. forseta að hann vísi þessari till. frá sem gersamlega óþinglegri og ólöglegri samkv. 37. gr. þingskapa.