03.10.1934
Sameinað þing: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

Kosning til efrideildar

Ólafur Thors:

Út af úrskurði forseta í gær um kosningu þingmanna til efri deildar vill Sjálfstfl. taka þetta fram:

Í fyrsta lagi: Samkvæmt þingsköpum ber sameinuðu Alþingi að kjósa með hlutfallskosningu ákveðna tölu þingmanna til efri deildar, sbr. 6. gr. þingskapa.

Í öðru lagi: Þar sem stungið hafði verið upp á fleiri þingmönnum en kjósa átti, sbr. 48. gr. þingskapa, þá bar að láta kosningu fara fram.

Sjálfstæðisflokkurinn mótmælir því þessum úrskurði forseta sem ólöglegum og beinir þeirri eindregnu kröfu til forseta, að hann láti atkvæði þingsins ganga um úrskurðinn.