20.12.1934
Neðri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2661 í B-deild Alþingistíðinda. (3608)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Sigurður Kristjánsson:

Ég hafði kvatt mér hljóðs, áður en umr. voru skornar niður, og ætlaði að koma fram með skrifl. brtt. við frv. Ég vil ekki misnota tímann nú til að gera grein fyrir, hvað fyrir mér vakti þar, en ég hefi enga afstöðu tekið opinberlega til frv., en mér var ljóst, að það vantaði grundvöllinn undir frv., hvað ætti að gera fyrir þá, sem væru sviptir embætti samkv. þessum l. Þess vegna ætlaði ég að bera fram skrifl. brtt., en það var mér meinað með því að skera niður umr. Ég segi því nei.