22.12.1934
Efri deild: 68. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2661 í B-deild Alþingistíðinda. (3610)

156. mál, aldurshámark opinberra embættis- og starfsmanna

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Smábreytingar hafa verið gerðar á frv. síðan það var hér síðast. Þær eru í þá átt að rýmka ákvæðin um burtför þeirra manna úr embætti, sem náð hafa hámarksaldri, og er nú ákveðið, að þeir skuli fara 12 vikum eftir að lögin hafa verið birt í B-deild Stjtíð. Þá hefir og þótt hentugra að ákveða ekki, að embættismaður léti af starfi 1. næsta mánaðar eftir að hann nær hámarksaldri, heldur megi haga því eftir störfum hans, þannig að kennari ljúki kennslumissiri, prestur fari að vori og sýslumaður um það leyti, sem reikningsskil embættisins eru gerð. Það má telja heldur til bóta að hafa þetta í lögunum, þó að ég hinsvegar geri ráð fyrir, að framkvæmd þeirra hefði orðið á svipaðan veg.