05.12.1934
Neðri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2366 í B-deild Alþingistíðinda. (3617)

150. mál, fiskimálanefnd

Forseti (JörB):

Það hafa nú margir kvatt sér hljóðs, og virðist sem málið sé sótt og varið af miklu kappi. Ég teldi heppilegt, að sjútvn. ræki ekki mjög á eftir málinu og fresti því til næsta dags, þannig að það sé tekið sem fyrsta mál á dagskrá á morgun, svo n. geti gefizt kostur á að athuga þær umsagnir og brtt. sem í vændum eru. Mér lízt sem það væri sigurvænlegast upp á afgreiðslu málsins og að ekki þurfi að fara fram umr. úr hófi fram, þó að þessi leið væri farin. Ég vil beina þessum orðum mínum til þessara tveggja aðila, hæstv. atvmrh. og meiri hl. sjútvn., hvort þeir ekki geti fallizt á þessa miðlunartill. Hinsvegar sé ég mér ekki fært gegn sterkum andmælum þeirra, sem málið flytja, og hæstv. atvmrh. að taka málið út af dagskrá, en ég teldi þá meðferð í alla staði æskilega og að ekki þurfi nú að eyða frekari tíma í þessar umr.