05.12.1934
Neðri deild: 51. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2367 í B-deild Alþingistíðinda. (3622)

150. mál, fiskimálanefnd

Bergur Jónsson:

Í raun og veru tók hæstv. atvmrh. af mér ómakið. En ég vildi aðeins benda á, að það kemur ekki til nokkurra mála, að þ. geti í einu stórmáli verið að bíða eftir stofnun utan þ. með það að gefa umsagnir þær, sem þm. hafa beðið um. Sú ástæða er alveg þýðingarlaus í þessu tilfelli. Hinsvegar vil ég sem einn af flm. frv. fallast á þá miðlunartill., sem hæstv. forseti benti á, að málinu verði frestað til morguns.