08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2405 í B-deild Alþingistíðinda. (3648)

150. mál, fiskimálanefnd

Ólafur Thors:

Ég verð að viðurkenna, að ég vantreysti bæði hæstv. stj. og þó einkum þeirri fiskimálan., sem kann að verða skipuð samkv. frv., til að ráðstafa þessu fé á hlutdrægnislausan hátt. Þó hefi ég von um það, að ríkisstj. geti ekki notað þetta fé eingöngu sér og liði sínu til framdráttar, heldur komi þó a. m. k. hluti af þessu fé hinum aðþrengda sjávarútvegi að liði. En það munu allir sammála um, að sjávarútvegurinn verðskuldi þennan styrk, og segi ég því já við till.