11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2706 í B-deild Alþingistíðinda. (3825)

161. mál, síldarútvegsnefnd

Forseti (JörB):

Það er alveg rétt, sem hv. þm. Borgf. sagði, að hann kom til mín og kvaðst þurfa að bregða sér frá eins og hálftíma, og lofaði ég að taka ekki þetta mál fyrir á meðan, og rættist það loforð. En ég hefi ekki sagt, að ég mundi alls ekki taka málið fyrir í nótt, og þar sem kallað er svo mjög eftir málunum, verð ég að taka tillit til þess. Viðvíkjandi brtt. hv. 6. landsk. þm. hefi ég tekið eftir þessu, og mun af misgáningi hafa fallið niður eitt orð. Brtt. mun hafa átt að vera stíluð við næstsíðasta málsl., en ekki síðasta, eins og stendur í till. Ætlaði ég að gera aths. um þetta áður en atkvgr. færi fram. Viðvíkjandi ósk hv. þm. Borgf. um að taka málið út af dagskrá, er mér gjarnt til að verða við óskum þm. eftir því, sem tök eru á. En þar sem það vill brenna við, að menn lengja mál sitt, og mjög er kallað eftir málunum, þar sem gert er ráð fyrir að ljúka þingi fyrir jól, og því skammt eftir af þingtíma, er ekki gott að koma þessu heim og saman. (PO: Eru ekki önnur mál á dagskrá, sem má taka fyrir?). Ég veit ekki, hvað hv. flm. segja um það.