11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2540 í B-deild Alþingistíðinda. (3832)

76. mál, einkasala á bifreiðum o.fl.

Pétur Halldórsson [óyfirl.]:

Það voru nokkur atriði í ræðu hv. þm., sem gefa mér tilefni til þess að segja nokkur orð. M. a. er sú ástæða talin fyrir frv., að færri teg. verði í landinu, ef ríkið taki einkasölu á bílunum. Nú eru teg. sagðar 74. Við það er sérstaklega að athuga, að ekki er nóg aðeins að segja það. Hefði n. þurft að gera frekari grein fyrir þessu, því það hlýtur að vera hægt að upplýsa, hvernig þessu er varið. Hvort ekki er kannske nema 1 stykki af 70 teg., en flestar af hinum 4. Þá má benda á, að margar þessar teg. eru notaðir bilar, sem fengizt hafa með tækifærisverði. Þá má oft fá góða og lítið notaða, því þar ræður tízkan svo miklu um, einkum í Ameríku. Þar skipta margir, sem efni hafa á því, árlega um bíla, og kemur þá oft mikið af notuðum bilum á markaðinn, og menn geta komizt þar að góðum kaupum. Sennilega á einkasalan að ná yfir þá líka, en tæplega mun hún þó hafa þá fyrirliggjandi. En mér þykir það óþarft og hart að banna mönnum að gera góð kaup. Vitanlega verður það á ábyrgð kaupanda, að tryggja sér varahluti, og hvað langur tími fer til þess að útvega þá. Ríkinu yrði vitanlega ekki gert að skyldu að hafa varastykki í þá bíla, sem þannig væru fengnir. Bílunum er ekki hægt að fækka, nema banna innflutning á notuðum bílum, en það er ósanngjarnt, því þeir geta oft verið góðir, og því hagkvæmara að flytja þá til landsins en að gera mönnum að skyldu að kaupa nýjan bíl. Ég veit dæmi til, að góðir notaðir bílar hafa fengizt frá Englandi með mjög hagkvæmum kjörum. Það má því ekki gera að aðalröksemd fyrir frv., að ekki megi flytja til landsins nema 2—3 teg. Þessi rök verða að takmarkast af þessu atriði. Hér kemur einnig margt fleira til greina, og gætu af þessu hlotizt ýms óþægindi fyrir ríkið. Margar þjóðir líta eftir því, hvort þeirra valútur eru útilokaðar eða ekki.

Mér þótti það næsta einkennilegt við ræðu hv. 1. landsk. hvað hann talaði mikið um, að stj. þyrfti að kynna sér markaði og annað í þessu máli, og að ekki væri víst, að hún tæki mikið af því í sínar hendur, heldur ætti hún að rannsaka, hvort hún vildi taka einkasöluna eða ekki.

Eitt af því, sem Sjálfstfl. hefir haldið fram, er, að málið væri lítið upplýst og illa undirbúið, en eftir orðum hv. 1. landsk. er það aukaatriði, hvort það er gert fyrir eða eftir að l. eru sett. Hingað til hefir nú þótt viðkunnanlegra að gera það áður. Hv. 1. landsk. viðurkenndi, að sú rannsókn hefði ekki farið fram, en ætti að fara fram. Við 1. umr. var viðurkennt, að málið væri ekki undirbúið, og því er sjálfsagt, að sá undirbúningur fari fram áður en Alþ. leggur sinn dóm á málið, því mér þykir betur fara á því en að það sé ekki gert fyrr en búið er að setja l. Annars virðist vera komið eitthvert hik á frv., og mun því vera bezt að láta það hvíla sig og bíða þar til búið er að gera fulla grein fyrir ástæðum. Þá fyrst er hægt að ætlast til, að þetta verði gert að 1. Þá er annað atriði, sem mér fannst næsta undarlegt. Hv. þm. sagði, að ekki þyrfti að líta á, eða telja málinu til fyrirstöðu, þó nokkrir menn yrðu atvinnulausir og einhver skipti yrðu á mönnum, en hinir að leita til annara atvinnugreina, þeir væru svo fáir, að ekki væri ástæða til þess að líta á þá. Ef litið er þannig á, verður a. m. k. að sýna fram á, að almennir hagsmunir verði þó eitthvað meiri en það tjón, sem einstaklingarnir verða fyrir. Það er að vísu ekki hægt að sanna, en það hafa verið færðar sterkar líkur að því, að l. um einkasölu á bifreiðum o. fl. yrðu ekki tekjur fyrir ríkið, heldur það gagnstæða. Við 1. umr. voru leidd rök að því, sem ekki hefir verið hnekkt, að eins og nú er gengi 75—80% af tekjum þessa atvinnurekstrar í opinber gjöld, útsvar og tekjuskatt. — Því hefir verið haldið fram, að allar líkur væru til þess, að reksturinn yrði dýrari hjá ríkinu en hann er nú og þess vegna litlar líkur fyrir því, að ríkissjóður hafi meiri hag af, að frv. gangi fram, en að það gangi ekki fram. Þessu hefir ekki verið svarað eða líkur færðar fyrir öðru.

Hv. 1. landsk. taldi það aukaatriði, þó nokkrir borgarar þyrftu að leita sér annarar atvinnu. Þetta er eitt af því, sem deilt er um í veröldinni, en það er sannað, að hagsmunum þjóðarinnar er það fyrir beztu, að ekki séu fleiri við sömu störf en þörf er á — að verkið sé unnið með sem minnstum kostnaði. En mér finnst ekki rétt að ganga inn á þær ráðstafanir á tímum eins og nú eru, sem gera mikla röskun á atvinnu manna. En þó að þetta sé almenn kenning, má ekki fylgja henni blint eftir, hverjar sem afleiðingarnar verða á hverjum tíma, og sízt eins og ástæður eru nú. Þó getur verið rétt — og ég held, það sé rétt — að leita úrlausnar til þess að létta af rekstrinum og gera hann ódýrari, en ekki með ráðstöfunum eins og hv. frsm. mælti með í sinni ræðu, að í þessu tilfelli væri rétt að láta málið ganga fram og taka ekki tillit til þeirra, sem við þessa verzlun vinna og við það mundu missa atvinnu. Það er ekki lítill hluti af verzluninni, sem hér er um að ræða, því það skiptir millj., ef tekin er einkasala á öllum þeim teg., sem frv. gerir ráð fyrir, og er það ekkert óveruleg upphæð.

Ég skal svo ekki að sinni færa fleiri rök gegn því, að ekki skipti máli, þó menn þeir, sem að þessu vinna. missi atvinnu sína, en það sýnist þó vera nokkurt atriði. Eftir frv. eru framkvæmdir þessa máls alveg á valdi stj., þar sem þetta eru aðeins heimildarlög. Það hefir því nokkuð að segja, hvernig þetta er framkvæmt, ef það á að gerast á annað borð, hvort það er gert smátt og smátt eða allt í einu. Finnst mér það skipta miklu máli. Mér finnst það engin bót í máli, þó komizt hafi inn í frv. í Ed. að skipta væntanlegum ágóða milli ríkis og bæjarfél. Það gerir einkasöluna ekki sætari í munni, en á að lokka þá, sem þessar tekjur eru teknar frá. En bæjarfél. eiga fulla kröfu og heimtingu á, að tekjur þeirra séu ekki rýrðar eins og gert er með þessum 1.

Við 1. umr. málsins var það tekið fram, að út af ummælum og afstöðu hæstv. fjmrh. mætti draga þá ályktun, að honum væri fjárhagshliðin ekki lengur aðalatriði, heldur hitt, að þetta væri orðið stefnumál, því sósíalistar vilja taka sem flest úr höndum borgaranna og leggja í hendur ríkisins. Ég undrast í raun og veru ekki, þó ég heyri af vörum hæstv. fjmrh., að tekjuvonin sé ekki aðalatriði, heldur stefnumálið, að taka þetta úr löndum borgaranna, og verður þá að líta á önnur atriði í ljósi þeirrar afstöðu. Ég get því skilið afstöðu hv. flm. og annara stuðningsmanna frv. út frá því sjónarmiði, að fá það til þess að nudda um við hv. kjósendur og telja þeim trú um, að þeim sé þetta fyrir beztu. Ég verð því að segja, að ekkert hefir komið fram, sem þoki málinu feti nær því, að hér sé um gagnlega stofnun fyrir þjóðina að ræða. Það vari þá helzt fyrir þá að leggja eyrun við, sem vilja hlusta eftir principástæðum og meta frv. eftir því.