19.12.1934
Efri deild: 65. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2722 í B-deild Alþingistíðinda. (3857)

161. mál, síldarútvegsnefnd

Sigurjón Á. Ólafsson:

Eins og hv. d. er kunnugt, fór mál þetta í gegnum 2. umr. án þess að það væri athugað í n. Á milli umræðna höfum við farið yfir frv., og hefir meiri hl. n. gert nokkrar brtt. við það, en minni hl. hefir óbundin atkv. um þær till. Brtt. við 1. gr. er í því fólgin, að gert er ráð fyrir nokkuð öðru fyrirkomulagi á síldarn. Er ætlazt til, að Alþ. kjósi 3 menn hlutfallskosningu, Alþýðusamband Ísl. 1 og síldarútvegsmenn 1. N. yrði því samkv. brtt. skipuð 5 mönnum, en í frv. er gert ráð fyrir 7. Þetta er aðalatriði þessarar brtt. Aðalbreyt. við 4. gr. er fólgin í því, að rýmkað er allverulega um það, hverjir geti orðið þátttakendur í þessu samlagi. Það var áður bundið því skilyrði, að þátttakandi hefði 25 þús. tunnur síldar til umráða, en eftir brtt. er það lagt í vald n., hve mikla síld þátttakandi þurfi að hafa til umráða. Ég hygg, að þessar breyt. stuðli að því, að menn geti orðið ánægðari með frv., og að málið gangi því fremur fram. En um frv. í heild er það að segja, að hér er aðeins um skipulag að ræða, sem talið er nauðsynlegt til þess að takmarka framboð á síld til erlendra kaupenda. Reynsla síðasta árs hefir sýnt, að þörf er á slíkum ráðstöfunum. Ágreiningur er um það, hvort þessar takmarkanir eigi að ná lengra en yfir sérverkaða síld, en samkv. frv. er n. falið að úrskurða það. Reynslan verður að skera úr, hvort þörf er á frekari takmörkunum. Mér hefir skilizt af andmælum, sem fram hafa komið, að sumir telji ekki þörf á skipulagi um sölu annarar síldar en þeirrar sérverkuðu, en ég held, að allir séu sammála um, að nauðsynlegt sé að skipuleggja sölu svokallaðrar matjessíldar. Frá mínu sjónarmiði skal ég taka það fram, að ég er hræddur um, að frv. nái ekki þeim fullkomna tilgangi, sem ég vildi og teldi nauðsynlegt, en takmarkið á að vera það, að sjómennirnir fái sjálfir það raunverulega verð, sem fyrir síldina fæst á erlendum markaði. Ég er hræddur um, að reyndin verði sú, sem við þekkjum ofur vel, að milliliðunum takist að ná til sín að mestu þeim hagnaði af sölunni, sem sjómennirnir sjálfir að réttu lagi ættu að fá í sinn hlut.