15.12.1934
Efri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 2783 í B-deild Alþingistíðinda. (3921)

66. mál, fólksflutningar með fólksbifreiðum

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Það hefir nú staðið nokkur deila um þetta frv. í þessari d., og ég skal ekki fara að endurtaka það, þó margt af því hafi að vísu átt betur við þessa umr. heldur en við 2. umr. En ég hefi borið hér fram brtt. á þskj. 698, sem er um það, að 7. gr. frv. falli niður. Þessari gr. var aukið við frv. við meðferð málsins í Nd. Eins og kunnugt er, náðu ákvæði þessa frv. eins og það var upphaflega einungis til þeirra bifreiða, sem eru stærri heldur en þær venjulegu fólksflutningsbifreiðar, 7 manna bifreiðar, þ. e. a. s. einungis til þeirra bifreiða, sem nú eru mest notaðar til langleiða. En svo var sett inn þetta ákvæði l. gr., sem gerir frv. allt miklu víðtækara, þar sem ráðh. er heimilt að ákveða, að ákvæði þessara 1. nái einnig til bifreiða, sem eru minni, þannig að mér skilst, að ef þessi heimild er notuð, fari að verða tvísýnt um það yfirleitt, hvað menn megi ferðast frjálst í bifreiðum á vegum landsins, því þá koma þegar í stað í gildi þessar ónákvæmu skilgreiningar frv. um það, til hverra þessi l. eigi að ná. Ég hefði nú haldið, að það hefði mátt láta sér nægja frv. eins og það var upphaflega, þ. e. a. s. byrja þetta skipulag á fólksflutningum á langleiðum með þessum sérstaklega stóru bifreiðum, sem eru beinlínis byggðar til þess og engum „prívatmanni“ mundi detta í hug að nota til einkaferðalags. Svo framarlega sem l. eru aðeins látin ná til þessara bifreiða, þá léttir það mikið framkvæmd l. Það má náttúrlega segja, að þessi gr. sé meinlaus og gagnslaus, ef heimildin er ekki notuð, en ég álít þá ástæðulaust að vera að setja helmildina í l., ef ekki er ætlazt til þess, að hún sé notuð, og þess vegna hefi ég borið fram þessa brtt. um það, að 7. gr. falli niður. Ég fer sem sagt ekki fram á annað en að frv. sé breytt í sama horf eins og það var borið fram upphaflega. Ég held, að það sé nægur tími, ef mönnum þykir þetta skipulag gefast vel, til þess að taka fleiri bifreiðar undir ákvæði þessara l.