11.10.1934
Neðri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í C-deild Alþingistíðinda. (4030)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Garðar Þorsteinsson:

Það er eitt atriði, sem ég mun skjóta fram til n., sem fær frv. til athugunar. Það, hvort ekki sé athugandi fyrir n., hvernig styrkur er veittur úr ríkissjóði til frystihúsa á þeim stöðum, þar sem frystihús eru, sem smáútgerðarmenn geyma síld sína í til frystingar eða frysta síldina í. Hvort ekki beri að setja skorður við því, hve mikið þessi fystihús, taka í gjald fyrir að geyma síldina.

Á útgerðarstöðum hafa frystihúsin tekið síldina fyrir 5 kr., en selt hana úr frystihúsi fyrir 25 kr. Það er ranglátt, að frystihús fái styrk til þess að reka gróðafyrirtæki á kostnað smáútgerðarmanna. — Svo leyfi ég mér að skjóta málinu til nefndarinnar.