02.11.1934
Neðri deild: 28. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 28 í C-deild Alþingistíðinda. (4039)

46. mál, ráðstafanir vegna fjárkreppunnar

Jón Pálmason:

Ég vil taka það fram út af yfirlýsingu hv. þm. Mýr., að landb. var alls ekki sammála um, að það hefði verið ástæð, til að bera þetta frv. fram. Ég gat ekki betur skilið en meiri hl. hennar teldi frv. með öllu tilefnislaust. Það er ekki aðeins að það sé óþarft, þar sem ákvæði þess er þegar í lögunum, heldur er þar tiltekið, að ákvæðið skuli gilda aðeins til ársloka 1935. og það var n. sammála um, að væri til spillis. Hinsvegar gátu allir nm. fallizt á þá dagskrá, sem n. flytur, því hún slær því einungis föstu, að frv. sé óþarft með öllu. Það er augljóst mál, að að óbreyttum lögunum ber ríkisstj. að veita styrk til frystihúsa, sem „tekin hafa verið“ lán til, hvenær sem það er gert. Hinsvegar gerir hvorki til né frá, þó dagskrá n.samþ.; það tekur vitanlega af allan vafa í þessu efni.