13.11.1934
Neðri deild: 35. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í C-deild Alþingistíðinda. (4069)

122. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Héðinn Valdimarsson):

Ég lít svo á, að bankastjórar við Búnaðarbankann eigi ekki að þurfa að leggja þar fram alla sína starfskrafta. Geri ég ráð fyrir, að starf það, sem eftir er við Kreppulánasjóð, sé ekki meira en það, að það myndi þá fylla út tíma þeirra. En það, sem ég vildi sagt hafa, er það, að þótt þriðji maðurinn yrði framvegis við stjórn sjóðsins, þá ætti hann ekki að hafa sömu laun árið 1935 sem 1934, þar sem svo lítið starf er eftir. Fer ég svo ekki frekar út í það mál, en þetta mætti e. t. v. jafna á einhvern hátt.

Ég vil í þessu sambandi geta þess, að bréf þau, er snerta þetta mál, eru gefin út af Þorsteini Briem. Er um þetta sérstakt bréf frá 20. júní 1933, en í bréfi dagsettu 9. nóv. 1933 kemur ákvörðunin um, að launin skuli vera 600 kr. á mánuði. En það er með þau laun sem önnur starfslaun, að þeim má breyta.