18.12.1934
Neðri deild: 63. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 374 í C-deild Alþingistíðinda. (4289)

115. mál, niðurlagning prestlaunasjóðs

Jónas Guðmundsson:

Ég get lýst því yfir, að ég tel till. hv. þm. Borgf. alveg sjálfsagða. Það hefir víst enginn ætlazt til þess, að hreppstjórar yrðu sviptir þessu. Viðvíkjandi brtt. á þskj. 544 get ég sagt það, að ég er henni algerlega mótfallinn og sé enga ástæðu til að vera að tvískipta þessu. Ég tel brtt. hv. þm. Borgf. sjálfsagða og mun greiða atkv. með henni, en hin till. er alveg gagnstæð þeim tilgangi, sem frv. er ætlað að ná.