03.10.1934
Sameinað þing: 2. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 18 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Kosning til efrideildar

Héðinn Valdimarsson:

Ég vil taka það fram, að Alþýðufl. stendur óskiptur að baki forseta um þetta mál.

Bændafl. neitaði að taka þátt í myndun Ed. með hinum flokkunum, og af því hlaut að leiða, að meiri hl. þings var skylt að tilnefna einhvern af þeirra mönnum á lista, sem og var gert. — Ég tel frekari umr. um þetta algerlega óþarfar, þar sem öllum hv. þm. er kunnugt um, að forsetaúrskurðurinn stendur, og fordæmin eru mörg fyrir því, t. d. í hv. Nd., að bera ekki slíka úrskurði undir atkv., enda þýðingarlaust.