24.11.1934
Neðri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (4315)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Frsm. minni hl. (Pétur Halldórsson):

Mér kom svar hv. frsm. meiri hl. hálfkynlega fyrir sjónir. Eftir að ég hafði rakið ýms atriði málsins og haldið mér fullkomlega við efnið, stóð hann upp og sagðist eiginlega ekkert tilefni hafa til þess að taka til máls.

Ég verð að taka undir með hv. 11. landsk., að afstaða okkar til málsins í öllum aðalatriðum er sú, sem fram kemur í nál. okkar, og vona ég því, að hv. þing samþ. þá till., sem þar liggur fyrir. — Að þessu sinni hefi ég ekki fleira að segja um þetta mál, en ef tilefni gefst, mun ég færa frekari rök fyrir þessu máli, eftir því sem þörf krefur.