24.11.1934
Neðri deild: 45. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í C-deild Alþingistíðinda. (4326)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Gunnar Thoroddsen:

Það er eitt atriði í ræðu hv. frsm. meiri hl., sem ég sé sérstaklega ástæðu til að svara. Hann sagði, að eigi hefðu komið fram kvartanir hér á Íslandi út af því, að sögukennslan í skólum væri hlutdræg. Ég vil mótmæla þessu. Það hafa komið fram kvartanir, og þær á rökum byggðar, um það, að við skólana sé notuð kennslubók í sögu, sem sé mjög hlutdræg. Ég mun þó ekki fjölyrða um þetta nú, þar sem hæstv. forseta virðist vera það mikið áhugamál að ljúka við þessa umr. nú, heldur mun ég fresta því til 3. umr. málsins.