08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í C-deild Alþingistíðinda. (4344)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Forseti (JörB):

Í lok ræðu sinnar vék síðasti ræðumaður. hv. 11. landsk., að því, að hann ætlaði ekki að draga neinar ályktanir út frá þessu atriði, sem hann var að tala um, viðvíkjandi frv., en það var einmitt það, sem máli skipti. En ef hv. 11. landsk. þykist þurfa að gera slíkar aðfinnslur að umtalsefni sínu, þá vil ég alls ekki amast við því, að hann geri það, en hann á þá fyrst og fremst að beina máli sínu til hæstv. kennslumálaráðh., sem er yfirmaður þessara mála. Það hefði því verið æskilegt, að hann hefði haft annað form á ræðu sinni en hann nú hafði.

Hér er fram komin skrifl. brtt., og þarf afbrigði til að hún megi komast hér að.