08.12.1934
Neðri deild: 54. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 246 í C-deild Alþingistíðinda. (4351)

20. mál, ríkisútgáfa skólabóka

Frsm. minni hl. (Pétur Halldórsson):

Ég fæ ekki skilið ávítanir hæstv. forseta til hv. 11. landsk., því hv. frsm. meiri hl. gaf beinlínis tilefni til þess í sinni ræðu, að málið yrði tekið þeim tökum, er hv. 11. landsk. hefir gert hér. Hér er um verulega stórt atriði að ræða, sem sé hættuna, sem kann að verða á því, að bækur, sem gefnar verða út af ríkisútgáfunni, verði pólitískar. Skiptir þetta vissulega máli í umr. um þetta frv. Ég fæ því ekki skilið ávítanir hæstv. forseta til þessa hv. þm.