10.11.1934
Neðri deild: 33. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 381 í C-deild Alþingistíðinda. (4380)

117. mál, varnir gegn berklaveiki

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég ætla, af því að hæstv. fjmrh. er ekki við, að segja nokkur orð, sem mér datt í hug, að gæti orðið fyrir hans hönd um þetta mál. Það liggur næst, virðist mér, ef Neskaupstaður og Hafnarfjörður geta ekki staðið undir þessum gjöldum, að hækka tekjuskatt á íbúum þessara kaupstaða, til þess að ná þannig þessu gjaldi í ríkissjóð. Mér skilst, að það sé það happaráð, sem hæstv. stj. tekur í öllum þessum málum, að hækka skatta í ríkissjóð, hvað sem liður gjaldgetu manna í einstökum sveitar- og bæjarfélögum.