09.10.1934
Neðri deild: 5. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í C-deild Alþingistíðinda. (4389)

24. mál, fátækralög

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Eins og hv. þdm. sjá, er frv. þetta kallað bráðabirgðabreyt. á fátækral. Efni frv. er það, að nema úr l. heimildina um sveitarflutning þurfamanna sveitarfélaganna. Mér er að sjálfsögðu ljóst, að fátækra. þurfa mikilla og gagngerðra breyt., en tími vannst ekki til þess fyrir þing að undirbúa málið eins vel og ég hefði kosið, og tók ég því þann kostinn að koma fram með þessa bráðabirgðabreyt., því að ég taldi hana brýnasta. — Sé ég svo ekki ástæðu til frekari orðalengingar, en geri að till. minni, að frv. verði vísað til hv. allshn.