09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 271 í C-deild Alþingistíðinda. (4429)

9. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Jón Baldvinsson:

Það er meiri umhyggjan, sem hv. l. þm. Reykv. ber fyrir okkur Alþfl.mönnum. Hann er alltaf að kalla á okkur sér til hjálpar í ræðum sínum, þykist líklega vera nokkuð einmana í þessu andófi sínu hér í deildinni.

Það er rétt, að við Alþfl.menn vorum á móti benzínskattinum þegar hann var á lagður. En hinsvegar játum við það með stj., að nauðsyn er á því að halda uppi framkvæmdum í landinu á þessum atvinnuleysistímum. Við viljum ekki láta minnka framkvæmdirnar og við viljum á einhvern hátt afla þeirra tekna, sem þarf til að halda þeim áfram. Við viljum athuga í n., hvaða leiðir sé tiltækilegast að fara, og munum því ekki snúast á móti þeim tekjuöflunarfrv., sem fram koma, fyrr en þau hafa hlotið athugun í nefnd.