12.10.1934
Neðri deild: 8. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (4456)

55. mál, þingsköp Alþingis

Flm. (Thor Thors):

Mér er fyllilega ljóst þetta atriði, sem hv. þm. V.-Húnv. minntist á, að þetta getur hindrað flokka í að ganga í bandalag um kosningu til Ed., en það þarf ekki að skipta svo miklu máli fyrir þá um áhrif þeirra innan þingsins. En eins og ég gat um í framsöguræðu minni, eru það nokkur atriði, sem athuga þarf í n., er fjallar um þetta frv., þar á meðal þetta og fleiri ágreiningsatriði, eins og t. d. hver áhrif aukakosning skuli hafa á skipun þingdeilda, ef hún raskar hlutfalli milli flokka, en hin nýja, stjskr. og kosningalög gera ráð fyrir, að aukakosning breyti engu um rétt flokka til uppbótarþingsæta.