15.10.1934
Efri deild: 11. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í B-deild Alþingistíðinda. (447)

25. mál, síldarbræðsluverksmiðja á Norðurlandi

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um þetta mál. Eins og menn vita, reyndist það nauðsynlegt að gefa út bráðabirgðalög þau, sem hér liggja fyrir ásamt frv., til þess að hægt væri að nota lántökuheimild þá, sem er í l. frá í vetur um stofnun síldarbræðsluverksmiðju á Norðurlandi, en það var vitanlega frá upphafi tilætlunin, að lántökuheimildin yrði notuð. F. h. fjhn. hefi ég því ekki annað að segja en að hún hefir athugað frv. og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.