13.11.1934
Neðri deild: 35. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í C-deild Alþingistíðinda. (4483)

59. mál, fiskiráð

Ólafur Thors:

Ég get sagt hæstv. forseta, að ég hefi lesið það frv., sem hér er um að ræða, og ég tel fjarri öllu viti, að Alþingi geti fylgt því. Ekki geri ég mér heldur neina von um, að hægt sé að breyta því svo, að sjálfstæðismenn geti léð því fylki sitt. Ég get því ekki stutt það, að umr. um frv. um fiskiráð verið frestað, þó að ég að sjálfsöðu sætti mig við úrskurð hæstv. forseta. Ég vil vekja athygli hæstv. forseta á því, að þingtíminn er nú um það bil hálfnaður, en þetta frv. var eitt af fyrstu málum þingsins. Ég legg því eindregið til, að umr. verði ekki frestað.