16.10.1934
Neðri deild: 11. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (4541)

62. mál, sala lands Hvanneyrar til Siglufjarðarkaupstaðs

Gísli Guðmundsson:

Ég vildi aðeins skjóta, því fram í sambandi við þetta frv. hv. 8. landsk., að mér virðist einkennilegt, að þar er heimildin bundin við það, að landið losni úr ábúð, þ. e. a. s., stj. getur ekki selt bænum þetta land fyrr en sá prestur hættir störfum, sem þarna er nú. Mér finnst óeðlilegt, ef kaupstaðnum er mikil þörf á þessu landi, svo mikil þörf, að nauðsynlegt þykir að flytja málið á þessu þingi, að söluheimildin sé bundin þessu skilyrði. Vil ég því flytja brtt. við þetta atriði fyrir 2. umr.