22.10.1934
Efri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í B-deild Alþingistíðinda. (461)

10. mál, bráðabirgðaverðtollur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. er á einu máli um, að ríkissjóður megi ekki missa þá tekjustofna, sem frv. fjallar um, og leggur því til, að það verði samþ.

Þetta frv., þótt að l. verði, breytir í engu l. frá í fyrra. Þess vegna kann n. ekki við, að fyrirsögn frv. sé: Frv. til l. um breyt. á l. -, og leggur því til, að fyrirsögnin verði: Frv. til 1. um framlenging á gildi l. o. s. frv., - því hér er aðeins að ræða um framlenging á bráðabirgðaverðtollinum.