28.11.1934
Neðri deild: 47. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í C-deild Alþingistíðinda. (4690)

163. mál, fasteignaveðslán landbúnaðarins

Forseti (JörB):

Ég hefi áður látið í ljós þá ósk, að hv. landbn. afgreiddi mál hv. þm. V.-Húnv. Það er ekki viðunandi fyrir flm., að n. setjist á mál þeirra, sem koma fram snemma á þingi. Hér eru nú t. d. tvö mál á dagskrá, 12. og 13. mál, sem mjög lengi hafa beðið. Hv. form. landbn. hefir nú lofað að taka málið fyrir og sjá um, að það fái afgreiðslu af hálfu n. Þá get ég líka lofað að setja mál hv. þm. ofar á dagskrá en það mál, sem nú liggur fyrir. (HannJ:. Fyrr til umr.!). Það liggur í þessu loforði. Ætla ég, að það séu hyggilegust málalok að þessu sinni.