09.10.1934
Efri deild: 6. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í C-deild Alþingistíðinda. (4760)

39. mál, jarðræktarlög

Flm. (Pétur Magnússon) [óyfirl.]:

Eins og hv. þm. er kunnugt, er svo ákveðið í jarðræktarlögunum, að ríkisstj. skuli skipa tvo menn af þremur í stj. Búnaðarfélags Íslands eftir tilnefningu landbn. Alþingis. Í frv. er lagt til, að sú breyt. sé á þessu gerð, að ríkisstj. skipi annan endurskoðenda félagsins, en búnaðarþingi sé að öðru leyti algerlega fengin stjórn þess í hendur. Um þetta hefir komið fram krafa frá búnaðarþingi, og hefir málið þrisvar áður legið fyrir Alþingi, svo hv. þm. munu flestum kunnug þau rök, sem fyrir því eru færð, og ætla ég því ekki að þreyta hv. d. á því að taka þau upp að þessu sinni. Leyfi ég mér að fara fram á, að málinu verði vísað til 2. umr. og landbn.