14.12.1934
Efri deild: 61. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í C-deild Alþingistíðinda. (4773)

40. mál, ríkisgjaldanefnd

Frsm. minni hl. (Magnús Jónsson):

Það má segja, að mál þetta hefir ekki siglt hraðbyri gegnum þingið. Það kom fram með fyrri frv., en lá lengi hjá hv. fjhn., og ég er ekki svo gerður, að ég vildi vera að ýta því fram fyrir stjórnarfrv. Ég gaf út nál. 16. nóv. og beið svo þess, að hv. meiri hl. gæfi út sitt álit.

Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir að hafa tekið málið á dagskrá, svo að sjá megi, hvað hv. dm. segja um frv.

Ég sé ekki ástæðu til þess að tefja hér tímann með langri ræðu; ég talaði um málið við 1. umr., og frv. er hvorki langt né flókið. Hefi ég í nál. mínu lagt til, að frv. sé samþ. óbreytt.