22.10.1934
Efri deild: 18. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 475 í C-deild Alþingistíðinda. (4803)

35. mál, Kreppulánasjóður

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Það eru tvö atriði í ræðu hv. þm. N.-Ísf., sem ég þarf að svara, ef ég hefi tekið rétt eftir. Hann hélt því fram, að meiri erfiðleikar væru á því að vega síld en mæla. (JÁJ: Já, á þessum stað). Það kemur í raun og veru út á eitt með vinnuna, hvor aðferðin sem er viðhöfð. Síldin er hvort sem er dregin upp í kerum eða slíkum ílátum og hellt á vagn, þegar vigtað er, og síðan er vagninum ekið yfir vogina, sem er felld í veginn eða bryggjuna og segir til um þungann um leið og ekið er yfir hana. Það kemur því alveg út á eitt með vinnuna; hún verður hvorki meiri eða minni. Og um kostnaðarhliðina verð ég að segja það, að þar sem helmingi minni verksmiðjur, eins og Goos-verksmiðjan og Sólbakkaverkmiðjan, gátu sett upp vogir hjá sér, þá ætti að mega ætlast til þess, að það væri gert á Hesteyri. Upp úr þessari röksemd hv. þm. legg ég því ekki neitt. Það hlýtur að vera eitthvað annað, sem á bak við býr.