24.10.1934
Efri deild: 20. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í C-deild Alþingistíðinda. (4809)

35. mál, Kreppulánasjóður

Jón Auðunn Jónsson:

Mér þykir það leitt, að hv. flm. hefir nú flutt þessa brtt. á síðustu stundu. Það hefir verið svo, að Alþingi hefir viljað hafa það í lögum, að hlutaðeigendur mættu koma sér saman um að mæla síld, ef þeir kysu það heldur en að vega. Ég vil því vænta, að hv. d. láti það ákvæði haldast, sem er í lögunum frá 1930 um þetta efni.

Annars er það leiðinleg lagasetning, eins og hv. 1. þm. Reykv. benti á, ef heilar mgr. standa eftir í lögunum, sem eiga ekkert skylt við lögin, en stóðu í sambandi við það, sem búið er að nema burt. En eitt atriði er enn af þessu tægi, sem hv. þm. benti ekki á, en það er í 2. gr. frv., þar sem talað er um, að yfirvöld löggildi mælingamenn, sem annist mælingu og vigtun á síldinni. Þetta á að standa, að dómi flm., þó að mælingin verði úr gildi numin.