29.11.1934
Efri deild: 50. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 527 í C-deild Alþingistíðinda. (4919)

151. mál, friðun náttúruminja

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Allshn. hefir haft frv. til athugunar milli umr., og síðan það var til 2. umr. hefir n. komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt muni vera að breyta 4. gr. þannig, að bæta nýrri málsgr. inn á eftir fyrri málsgr. og fella niður seinni hlutann af síðari málsgr. En n. hefir ekki unnizt tími til að láta prenta þessar brtt. og leggur þær því hér með skrifl. fram, og vænti ég, að hæstv. forseti taki þær til greina, enda eru þær svo ljósar, að ekki ætti að þurfa að valda misskilningi, þó skrifl. séu. Brtt. er í 2 stafliðum. Fyrri stafl. bætir inn í greinina heimild til að taka eignarnámi land kringum friðaðar náttúruminjar, eftir því sem nauðsynlegt er talið. En seinni liður brtt. er um að fella niður síðari hlutann af síðari málsgr. 4. gr. N. lítur svo á, að niðurlag gr. geti ekki staðizt. því við nánari athugun taldi n. áreiðanlegt, að það kæmi í bága við vatnalögin. Þó sérstaklega sé undanskilið, að taka megi mannvirki eignarnámi án endurgjalds, lítur n. svo á, að því er snertir nytjar náttúruafla, að þar verði einnig að koma fullar bætur fyrir. Ég vil svo afhenda hæstv. forseta brtt. með tilmælum um, að hann lesi hana upp og hv. d. taki hana til greina.