11.12.1934
Neðri deild: 56. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í C-deild Alþingistíðinda. (4984)

171. mál, samkomudagur Alþingis árið 1935

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég sé ekki ástæðu til þess að innleiða eldhúsumr. um þetta mál. Deilan snýst í raun og veru aðeins um það, hvort rétt sé að samþ. þennan samkomudag eða annan.

Ég get ekki stillt mig um að minnast á það, að hv. 5. þm. Reykv. virðist vera farinn að halda eldhúsumr. yfir sjálfum sér og hv. minni hl. þingsins. Menn þurfa ekki annað en að fara í gegnum þingræðurnar til þess að sjá, að það eru þessir menn, sem eiga mesta sökina á því, hve þingið hefir staðið lengi.