29.11.1934
Sameinað þing: 16. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í D-deild Alþingistíðinda. (5024)

169. mál, ábyrgð á láni fyrir Vestmannaeyjakaupstað

Magnús Guðmundsson:

Ég vildi aðeins segja það, að það má komast hjá þeirri hættu, sem hér hefir verið nefnd, með því að setja í till. „gegn þeim tryggingum, er stjórnin metur gildar“. Ef hv. þm. Vestm. vill breyta till. í þessa átt, þá er hér engin hættu á ferðum. Mig minnti, að þetta væri svo orðað í Hafnarfjarðartill. Þetta orðalag er nægilegt til þess að sýna, að lánveitandinn viti, að það er ríkisstj., sem metur tryggingarnar, en aðrir ekki.