17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 30 í D-deild Alþingistíðinda. (5071)

86. mál, Vestmannaeyjavitinn á Stórhöfða

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Ég get verið stuttorður að þessu sinni. — Eins og sjá má af nál. hefir n. eindregið fallizt á að verða við þeim ítrekuðu óskum, sem borizt hafa frá vélbátaformönnum í Vestmannaeyjum um aukið ljósmagn vita þess, sem hér um ræðir. Ég gerði nánari grein fyrir því í upphafi umr., undir hvaða kringumstæðum menn stunda sjóinn á þessum slóðum og hvers vegna endurbót vitans væri nauðsynleg. Þarf ekki frekar að fjölyrða um þessa nauðsyn.

Um brtt. er það að segja, að hún er fram borin til þess að lagfæra formgalla, sem var á tillgr. og mér var bent á af hæstv. forseta; og vænti ég, að þeir, sem annars vilja styðja ósk vélbátaformannanna í Vestmannaeyjum, fallist á brtt. þessa.