17.12.1934
Neðri deild: 62. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (5076)

86. mál, Vestmannaeyjavitinn á Stórhöfða

Páll Þorbjörnsson:

Ég vil lýsa yfir því, að við sjútvnm. vorum hlynntir aukningu á ljósmagni Stórhöfðavita, en hv. fjvn. hefir gert sínar till. um veitingu vitafjárins, sem sérstaklega er ætlað til byggingar miðunarstöðvar í Vestmannaeyjum og radiovita á Reykjanesi. Þar sem ekki eru fullnægjandi upplýsingar fyrir hendi um kostnaðinn; þá treysti ég mér ekki til þess að greiða því atkv., að veitt verði fjárupphæð í þessu skyni af fé, sem á næsta ári er ætlað til vitabygginga. vegna þess að það gæti eyðilagt framgang þess, að miðunarstarfið yrði reist.