15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 495 í B-deild Alþingistíðinda. (579)

8. mál, tekju- og eignarskattsauki

Ólafur Thors:

Sjálfstæðisfl. telur þann tekju- og eignarskatt, sem frv. mælir fyrir um, skaðlega háan, hvort sem miðað er við hagsmuni ríkissjóðs eða gjaldþegnsins, og er þess vegna andvígur því, að þessi skattur verði fastur þáttur í tekjuöflun ríkissjóðs. Þessa afstöðu sína til málsins hefir flokkurinn viljað gera alveg ljósa, en hann vill þó ekki beita sér gegn frv., vegna þess, að ákvæðum þess er aðeins ætlað að ná til eins árs, þ. e. a. s. til tekju- og eignarskatts af afkomu ársins 1933, sem nú mun vera verið að innheimta. Þessi afstaða flokksins til frv. byggist þó fyrst og fremst á því, að það er alveg fyrirsjáanlegt, að það verður halli á ríkisbúskapnum fyrir yfirstandandi ár, ef frv. nær ekki fram að ganga.