18.10.1934
Efri deild: 14. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 496 í B-deild Alþingistíðinda. (585)

8. mál, tekju- og eignarskattsauki

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Eins og getið er um í nál. fjhn. á þskj. 105, hefir fallið niður í frv. að ákveða viðauka við eignarskatt. Í l. í fyrra var ákveðinn 40% viðauki bæði við tekju- og eignarskatt, og fjhn. er þess fullviss, að tilgangurinn var sá nú, að hafa þetta eins. Hefir þetta því fallið niður einungis af vangá, og er sennilega prentvilla. Því ber n. fram brtt. til leiðréttingar á þessu atriði og leggur til, að frv. verði samþ. með þessari einu breytingu.

Hv. 1. þm. Reykv. hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og gerir hann sjálfsagt sjálfur grein fyrir því. Sé ég ekki ástæðu til að ræða þetta frekar.