15.10.1934
Neðri deild: 10. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (627)

23. mál, tilbúinn áburður

Hannes Jónsson í [óyfirl.]:

Mér skildist á hæstv. fjmrh., að hann vildi ákveða upphæð fjárlaga 40 þús. kr. og áleit að það mundi standast undir kostnaði einkasölunnar. Ég vil þá henda á það, að samkv. LR. f. árið 1932 hefði sú upphæð ekki hrokkið langt; þá var áætl. í fjárl. 60 þús. kr., en urðu samtals rösklega 81 þús. kr., eða kr. 81732,61. Ef því yrði ákveðið að veita 40 þús. kr., þýddi það helmings niðurskurð á þessum styrk til bændastéttarinnar. Þetta vildi ég benda á þeim hv. þdm., sem virðast reiðubúnir að skera niður þann styrk, sem veittur hefir verið í þessu skyn á undanförnum árum.