17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (645)

23. mál, tilbúinn áburður

Héðinn Valdimarsson:

Eins og hv. frsm. landbn. gat um, hefir orðið fullkomið samkomulag í n., að öðru leyti en því, að ég hefi flutt hér viðbótartill. á þskj. 56, sem bindur styrkhæðina við ákveðið hámark, 40 þús. kr. Eins og ég tók fram við fyrri umr. þessa máls, álít ég miklu heppilegra, að upphæð sú sé fastákveðin, sem ætla þarf í fjárl. í þessu skyni, og er þetta svipuð upphæð og greidd hefir verið á síðustu árum. Og þar sem ég tel engar líkur til, að hægt sé að komast að hagkvæmari samningum um innkaup á áburðinum eða flutninga á honum en einmitt með þeirri tilhögun, sem nú er, verð ég að sjálfsögðu móti till. hv. 6. þm. Reykv. um að leggja áburðareinkasölu ríkisins niður.