17.10.1934
Neðri deild: 12. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í B-deild Alþingistíðinda. (670)

23. mál, tilbúinn áburður

Ólafur Thors:

Örstutt aths. Ræða hv. 1. þm. Reykv. við l. umr. fjárl. liggur ekki fyrir prentuð nema í útdrætti. Ég get því ekki bent á þær heimildir og skjalfest ummæli mín með þeim, og ég skal ekki vefengja, að hæstv. fjmrh. hafi skilizt, að umsögn þessa hv. þm. hafi verið eitthvað tvíræð í þessu efni. En ég get ekki látað hjá líða að vekja athygli þdm. á því, hve ríka áherzlu fjmrh. leggur á það, að reyna að spana andstöðuflokkana gegn því, að tekjuhallalaus fjárl. verði afgr. Þetta myndi enginn maður gera, sem hefði einhverja þingreynslu. Hver einasti fjmrh., sem hefði einhverja lífsreynslu - það þyrfti ekki endilega að vera þingreynsla -, myndi láta sem hann hefði ekki heyrt hótun frá andstæðingum um að afgr. ekki tekjuhallaus fjárl. og taka fegins hendi hverja yfirlýsingu þeirra um, að þeir ætluðu að afgr. fjárl. tekjuhallalaus og lofuðu til þess stuðningi. Ég vek athygli á þessu, svo að það verði bert, hversu óhyggilega ráðh. hagar sér í þessu, og það mun ekki verða í seinasta skiptið, sem það kemur í ljós, að hann skortir lífsreynslu til að standa í þeirri vandasömu virðingarstöðu, sem hann hefir tekið að sér.