10.10.1934
Efri deild: 7. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

21. mál, heimild rannsóknarstofnana ríkisins til lyfjasölu

Magnús Guðmundsson:

Það, sem ég vildi hafa spurt um, er þetta, hvaða 1. væru því til fyrirstöðu, að rannsóknastofan seldi sjálf afurðir sínar. Skilst mér af svari hæstv. ráðh., að hann sé mér samdóma um, að slík lög séu ekki til. Þörf á nýjum lögum um þetta get ég því enga séð, en þau mega teljast meinlaus, og mun ég því ekki reyna að bregða fæti fyrir þau.