31.10.1934
Efri deild: 26. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 584 í B-deild Alþingistíðinda. (695)

21. mál, heimild rannsóknarstofnana ríkisins til lyfjasölu

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Allshn. hefir haft þetta mál til meðferðar, og eins og nál. ber með sér, sendi hún það landlækni til umsagnar, eftir að henni hafði borizt bréf frá Lyfsalafélagi Íslands og Lyffræðingafélagi Íslands. Landlæknir sendi síðan bréfið frá Lyfsalafélaginn til formanns rannsóknarstofu háskólans, og svarar hann aftur með bréfi, og eru þessi bréfaviðskipti öll prentuð upp í nál.

Ég tel ekki ástæðu til að fara mörgum orðum um þær aðfinnslur, sem fram hafa komið við þetta frv., því ég tel þær allar hraktar með bréfi form. rannsóknarstofunnar. Og n. hefir í einu hljóði komizt að þeirri niðurstöðu að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. - Ég læt þetta svo nægja f. h. n., því ég geri ekki ráð fyrir, að frv. mæti mótspyrnu í hv. d.