30.10.1934
Neðri deild: 23. fundur, 48. löggjafarþing.
Sjá dálk 687 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

27. mál, sláturfjárafurðir

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Ég sé, að hv. þm. G.-K. hefir ekki skilið vitundar ögn í því, sem ég hefi áður sagt um þetta mál. Ég sagði, að Alþfl. hefði aldrei verið á móti að skipuleggja kjöt- og mjólkursöluna, en viljað gera það með öðrum hætti en gert var ráð fyrir í frv. því, er lá fyrir Alþ. 1933. Þetta sannar einmitt pistill sá, sem hv. þm. las upp. Síðan hefir verið reynt að koma málinu áfram í bæjarstj., en ekki tekizt. En þegar bráðabirgðalögin komu, fengum við bætt úr ýmsum þeim göllum, sem voru á eldra frv., í þá átt, sem við töldum heppilegri, og því getum við fylgt frv. nú. Það er meira tillit tekið til kaupstaðarbúa í frv., t. d. að því er snertir skipun verðlagsn., og eins um þá, sem hafa kúabú í nágrenni bæjarins, eins og sést á mjólkurlögunum, þar sem verðjöfnunarskatturinn er takmarkaður. Það, sem ég hefi sagt, stendur því allt fast, og hv. þm. G.-K. á eftir að sanna það, að við höfum nokkuð snúizt í þessu máli.